Gler – Einangrunargler
í ný og gömul hús með loftbil frá 5mm-18mm.

Glertækni framleiðir einangrunargler í ný og gömul hús. Glertækni framleiðir sérstaklega þunnar rúður fyrir grunn gluggaföls.
Listinn milli glerja er fyrirferðalítill og útlit gamla gluggans helst óbreytt þótt þú skiptir einfalda glerinu út fyrir tvöfalt.
Millilistinn er einangrandi og rakaþétting á köntun því hverfandi.

Opnunartími

Mánudaga til Fimmtudaga
09:00-16:00

Föstudaga
09:00-12:00

Gler framleiðslan

SamsetninginGlertæknirúðan er sett saman með millilista úr sílikongúmmíi. Millilistinn er límdur með þrýstinæmu lími undir pressu. Límið er mjög sterkt og sér um að halda rúðunni samlímdri.Ytri límingin er HotMelt butyl af gerðinni Bostik sem hefur frábæra rakaþétti eiginleika með mjög lágan MVTR(moisture vapur transmission) stuðul.Millilistinn hefur mjög litla kuldaleiðni ólíkt álmillilista. Að sama skapi leiðir hann hljóð mun verr en málmur.Sílkonmillilistinn gerir það að verkun að rúðan einangrar vel alla leið, líka út við kantana. Rakamyndun við jaðra Glertæknirúðunnar inni í hýbýlum og vatnsmyndun í gluggakistum er því hverfandi, en þessi rakamyndun getur orðið að gróðrastíu fyrir myglusvepp sem er mjög heilsuspillandi. Ávinningur af einangrandi millilista er mikill, sérstaklega þar sem margar rúður eru í glugga.

FramleiðsluábyrgðAllar rúður framleiddar í verksmiðju Glertækni ehf bera 5 ára framleiðsluábyrgð á samsetningu rúðunnar. Ábyrgðin gildir frá úgáfudegi reiknings.

Skilyrði framleiðsluábyrgðar eru eftirfarandiRúður skulu glerjaðar í loftræst föls ,sjá teikningu, mikilvægt að tryggja að það vatn sem kemst inní glerfalsið eigi greiða leið út úr því aftur, svo að rúðan standi ekki í vatni.

þjónustan

1. Glertækni framleiðir tvöfalt gler í ný og gömul hús
2. Við notum hita og hljóðdempandi millilista á milli glerja í okkar rúður
3. Millilistinn gefur loftbil milli glerja frá 5mm – 18mm
4. 5mm millilistinn hentar sérstaklega vel í rúður í gamla glugga (aldamótaglugga) hann nær aðeins 8-9mm inná rúðuna

Um okkur

Glertækni ehfGlertækni hefur í rúm 20 ár sérhæft sig í framleiðslu á tvöföldu einangrunargleri fyrir gömul hús.Heildarþykkt á smæstu rúðum eru tæpir 11mm. Áður en við hófum framleiðslu á Gamlhúsagleri fyrir Aldamótaglugga var skilyrði við endurbætur á friðuðum húsum að nota einfalt gler.

Aldamóta gluggi.Aldamótagluggar er okkar fag.
Ef þig vantar gamlhúsagler eða þunnar rúður þá afgreiðum við það fljótt og vel.

Tvöfalt gamlhúsagler.Eftir að tvöfalda gamlhúsaglerið frá Glertækni kom á markað var leyft að nota einangrunargler,með dökkum millilista, sem líkir svo eftir útliti gamla einfalda glersins að erfitt er að sjá hvort glerið er einfalt eða tvöfalt.

HAFA SAMBAND

  Sími: 566-8888

  Völuteigur 21, 270 Mosfellsbær

  Netföng starfsmanna:

  Halldór Ingi Guðmundsson
  halldor(hjá)glertaekni.is
  --------
  Almennar fyrirspurnir
  glertaekni(hjá)glertaekni.is